Lilja María Ásmundsdóttir


Tónskáld og listakona


Í gegnum listrænar vinnuaðferðir sínar skoðar Lilja María Ásmundsdóttir samsköpun og tengsl milli listgreina. Hún býr til innsetningar, hljóðskúlptúra og hljóð- og sjónræn verk með því að vinna með skúlptúrísk einkenni hljóðs og efnis. Verkin eru hönnuð út frá því að skapa ferli sem varpa ljósi á hvernig hugmyndir verða til út frá því að vinna með mismunandi efnivið, á milli einstaklinga og í samhengi við umhverfi sitt.

Lilja María lauk doktorsnámi í tónsmíðum við City, University of London árið 2024. Hún lauk meistaragráðu í tónsmíðum frá sama skóla og bakkalársgráðu í píanóleik frá Listaháskóla Íslands.



Lilja maría á netinuVefsíða

lilja maría kemur fram á
Vinnustofa: Grafísk nótnaskrift