Tónleikaspjall



10. ágúst kl. 19:00, Hörpuhorn

Frítt inn!
Fyrir tónleika KIMA ensemble, Bergmál úr garðinum, munu tónskáldin María Huld Markan, Áskell Másson og Haukur Tómasson spjalla við tónleikagesti og gangandi í Hörpuhorni um tilurð verka sinna og tilefni tónleikanna.

Thor Vilhjálmsson var afkastamikill rithöfundur og þýðandi, brautryðjandi módernisma í íslenskum bókmenntum og ötull talsmaður menningar og lista í samfélaginu. Hann hlaut margvíslegar viðurkenningar á ferli sínum, svo sem Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og Íslensku bókmenntaverðlaunin. Skáldið var afar tónelskt og sótti gjarnan innblástur í tónlist, sér í lagi lifandi flutning klassískrar tónlistar.

Sagnaskáldið Thor Vilhjálmsson hefði fagnað aldarafmæli þann 12. ágúst 2025. KIMI ensemble efnir af því tilefni til tónleika þar sem flutt verða tónverk, bæði gömul og ný, samin við texta eftir skáldið. Efnisskráin samanstendur meðal annars af tveimur nýjum verkum sem samin voru fyrir tilefnið eftir tónskáldin Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Hauk Tómasson, sem og verkum eftir Áskel Másson og Atla Heimi Sveinsson - en Thor átti gjöfult samstarf við þá báða.



Fram KOMA

Áskell Másson
tónskáld

María Huld Markan
tónskáld

Haukur Tómasson
tónskáld

Erna Vala Arnardóttir
píanóleikari